Íslenskar fjölmiðlarannsóknir: Fræði á flæðiskeri?

Höfundar

  • Guðbjörg Hildur Kolbeins

Lykilorð:

Fjölmiðlarannsóknir, fjölmiðlanotkun barna, áhrif fjölmiðla, fjölmiðlar og stjórnmál, starfsumhverfi blaðamanna

Útdráttur

Fyrstu fræðilegu rannsóknirnar á fjölmiðlum og notendum þeirra voru gerðar í lok þriðja áratugar 20. aldar. Í upphafi voru það einkum félagsfræðingar, sálfræðingar og stjórnmálafræðingar sem stunduðu fjölmiðlarannsóknir. Nú á tímum er fjölmiðlafræði kennd sem sjálfstæð fræðigrein en hún spannar enn víðfemt svið. Bandarískar rannsóknir þykja undir sterkum áhrifum félagssálfræðinnar meðan margir evrópskir fræðimenn nálgast hins vegar viðfangsefni sín út frá sjónarhóli málvísinda og jafnvel heimspeki. Rætur íslenskra fjölmiðlafræðirannsókna hafa í hálfa öld legið í megindlegum aðferðum til að rannsaka notkun barna og unglinga á fjölmiðlum en sjónum hefur í auknum mæli verið beint að hlutverki fjölmiðla í kosningum og starfsumhverfi og vinnubrögðum blaða- og fréttamanna.

Um höfund (biography)

  • Guðbjörg Hildur Kolbeins

    Kennari við Háskólann á Bifröst.

Niðurhal

Útgefið

20.10.2023

Svipaðar greinar

1-10 af 91

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.