Um tímaritið

Þetta tímarit veitir strax við birtingu opinn aðgang að efni þess og miðar við þá meginreglu að rannsóknir séu aðgengilegar, styðji við alþjóðleg þekkingarskipti og auki gæði í þjóðfélaginu.

Ekki er tekið gjald fyrir birtingu greina.

Öll handrit sem berast Íslenska þjóðfélaginu eru fyrst metin af ritstjóra. Ritstjóri ákveður þá hvort senda eigi handritið í ritrýni (double-blind peer review). Ritrýnin er nafnlaus, þ.e. hvorki höfundar né ritrýnar þekkja hverjir hinir eru. Þau handrit sem fara í ritrýni eru yfirfarin af að minnsta kosti tveimur óháðum sérfræðingum á viðeigandi fræðasviði sem leggja mat á gæði handritsins, gera tillögur um breytingar og mæla með því hvort greinin skuli birt eða ekki.

Aðstoðarritstjóri hefur samband við höfunda innan tveggja vikna frá innsendingu handrits. Ef höfundar hafa ekki fengið staðfestingu eða svar innan þess tíma er þeim bent á að hafa samband við Sóllilju Bjarnadóttur aðstoðarritstjóra á netfangið sollilja@hi.is.