Af akri lýðfræði Íslands
Lykilorð:
Lýðfræði, mannfjöldabreytingar, fæðingar, ævilíkur, búferlaflutningar, fjölskyldugerðÚtdráttur
Í þessari grein er fjallað um lýðfræði sem undirgrein félagsfræðinnar í alþjóðlegu vísindastarfi. Fjallað er um helstu svið innan lýðfræðinnar, breytingar á mannfjölda á Íslandi síðustu áratugi og rannsóknir sem íslenskir fræðimenn hafa gert til aukins skilnings á lýðfræðilegum ferlum íslensku þjóðarinnar. Fjallað er um breytingar á mannfjölda á Íslandi í sögulegu ljósi áður en hugað er að mannfjöldabreytingum síðustu áratuga. Lögð er áhersla á fæðingar, búferlaflutninga og fjölskyldugerð. Fjölgun fólks á Íslandi hefur verið mun meiri en fæðingartíðni íslenskra kvenna stendur undir, m.a. vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar og fjölda innflytjenda síðustu áratugi. Fjöldi fæðinga náði sögulegu hámarki árið 2009 en fjöldi fæddra barna á ævi hverrar konu náði sögulegu lágmarki árið 2016. Meðalævilengd hefur lítið breyst allra síðustu ár, m.a. eftir að tíðni ungbarnadauða varð tölfræðilega mjög lág. Búferlaflutningar til og frá landinu verða að öllum líkindum rannsóknarefni félagsvísindafólks um langt skeið, þó sérstaklega þau félagslegu, efnahagslegu og menningarlegu áhrif sem flutningarnir hafa á sífellt fjölbreyttara samfélag. Nýliðun í hópi íslenskra lýðfræðinga hefur verið nokkuð hæg en vonir standa til að aukning verði á rannsóknum á sviði formlegrar lýðfræði á næstu árum sem auka muni skilning á mannfjöldaþróun og samspili mannfjöldans við aðrar grunnstoðir samfélagsins.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).