Umfjöllun um erlent vinnuafl í íslenskum fjölmiðlum – spegla fjölmiðlar raunverulega þróun?
Lykilorð:
Erlent vinnuafl, fjölmiðlar, vinnumarkaður, dagskrárvaldÚtdráttur
Erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði hefur fjölgað mjög undanfarin ár Hlutfall erlends vinnuafls fór úr tæplega 4% árið 2006 í rúmlega 13% árið 2017 Erlendir ríkisborgarar hafa orðið fyrir ákveðnum fordómum á íslenskum vinnumarkaði og vísbendingar eru um að umfjöllun fjölmiðla endurspegli ekki hlutfall erlendra ríkisborgara í íslensku samfélagi Í þessari grein skoðum við umfang og eðli umfjöllunar um erlent vinnuafl í þremur íslenskum fréttamiðlum frá árinu 2006 til ársins 2017 Umfjöllun um erlent vinnuafl virðist að ákveðnu marki fylgja hlutfalli erlends vinnuafls á vinnumarkaði innan tímabilsins Mest var umfjöllunin í upphafi rannsóknartímabilsins, en þann topp má rekja til þess að Frjálslyndi flokkurinn gerði áhættuna sem gæti stafað af innflutningi erlends vinnuafls að kosningamáli fyrir þingkosningarnar 2007 Umfjöllun um erlent vinnuafl var þó almennt frekar jákvæð en neikvæð, þótt erlendu vinnuafli sé í einhverjum tilfellum stillt upp sem andstöðu við öryrkja og eldri borgara Hlutfall umfjöllunar um erlent vinnuafl, af öllum greinum sem fjalla um vinnuafl, er þó hærra en hlutfall útlendinga á Íslenskum vinnumarkaði.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).