Iceland Airwaves sem samskiptavettvangur og farvegur hugmynda

Höfundar

  • Erla Rún Guðmundsdóttir
  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir
  • Magnús Þór Torfason

Lykilorð:

Hátíðaferðamennska, tónlistarferðamennska, tengslanet, Iceland Airwaves

Útdráttur

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Markmið hátíðarinnar hefur frá upphafi verið þríþætt: Að koma íslenskri tónlist á framfæri á Íslandi og erlendis, að stuðla að fjölbreytni í menningar- og tónlistarlífi Íslendinga og að fjölga ferðamönnum til Íslands utan háannatíma. Samkvæmt skilgreiningum O‘Sullivan og Jackson (2002) telst Iceland Airwaves til „stórahvellshátíða“ (e. big-bang), þ.e. þetta er hátíð sem er í grundvallaratriðum markaðstól, nýtt til að auglýsa ýmsa tengda viðburði á ákveðnu landfræðilegu svæði. Hátíðin fellur einnig vel að skilgreiningu þeirra á hátíðaferðamennsku þar sem fólk kemur víðsvegar að til að mæta á og upplifa hátíð, en fjölmargir erlendir ferðamenn leggja árlega leið sína til Íslands til að vera viðstaddir Iceland Airwaves. Um leið hefur hátíðin ákveðin séríslensk einkenni, sem marka henni stöðu á alþjóðlegum vettvangi. Í greininni er því velt upp að hve miklu leyti Iceland Airwaves hafi tekist að uppfylla öll þrjú markmið sín. Niðurstaðan er sú að hátíðin stuðlar að fjölbreytni í menningar- og tónlistarlífi og sérstaða íslenskrar tónlistar gerði hátíðinni kleift að uppfylla öll þrjú markmiðin.

Um höfund (biographies)

  • Erla Rún Guðmundsdóttir

    Doktorsnemi við Háskóla Íslands.

  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir

    Dósent við Há´skóla Íslands.

  • Magnús Þór Torfason

    Dósent við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Svipaðar greinar

1-10 af 104

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.