Kreppa, hugmyndafræði og félagslegt húsnæði

Höfundar

  • Jón Rúnar Sveinsson

Lykilorð:

Félagslegt húsnæði, verkamannabústaðir, verkalýðshreyfing, stjórnmál, frjálshyggja

Útdráttur

Í greininni er fjallað er um upphaf og þróun félaglegs húsnæðis á Íslandi sem hófst með byggingu verkamannabústaða á fjórða áratug 20. aldar. Húsnæðismál hér á landi eru borin saman við nálæg lönd og helstu rannsóknir innan félagsfræði húsnæðismála eru kynntar. Vikið er að hlutverki verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka í mótun húsnæðis stefnunnar. Helstu niðurstöður eru þær að þróun félagslegra íbúðabygginga fór hér hægt af stað og allt fram á sjöunda áratuginn var lítið byggt, bæði í samanburði við almennar íbúða byggingar á Íslandi og í erlendum samanburði. Hinar félagslegu íbúðir hér á landi voru lengst af í einkaeign (þó með verulegum takmörkunum væri), en það var mjög fátítt erlendis. Verkalýðshreyfing og verkalýðsflokkar voru virkir aðilar framan af í baráttu fyrir félagslegu húsnæði, en frumkvæðið færðist síðar á hendur ríkis og sveitarfélaga. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar varð allsráðandi við lok síðustu aldar, sem gerði að verkum að félagslega kerfinu var lokað og treyst eingöngu á frjálsan húsnæðismarkað.

Um höfund (biography)

  • Jón Rúnar Sveinsson

    Félagsfræðingur, starfar við ReykjavíkurAkademíuna.

Niðurhal

Útgefið

13.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Svipaðar greinar

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.