„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“

Viðhorf ungra kvenna til barneigna

Höfundar

  • Sunna Símonardóttir
  • Hlédís Maren Guðmundsdóttir

Lykilorð:

Foreldrahlutverk, Ungt fólk, Kynjajafnrétti, Fæðingartíðni, Áköf mæðrun

Útdráttur

Lækkandi fæðingartíðni á Vesturlöndum má rekja til viðhorfsbreytinga gagnvart barneignum og félagslegra þátta á borð við aukna hagsæld, menntun, aukið kynjajafnrétti og breytinga á gildum og lífsmarkmiðum einstaklinga. Þar sem Ísland fylgir nú svipaðri þróun í frjósemi og önnur Norðurlönd er mikilvægt að skoða fæðingartíðni og frjósemishegðun í víðu samhengi. Fyrirliggjandi rannsóknir á viðhorfum til barneigna á Íslandi eru takmarkaðar og tilgangur þessarar rannsóknar er að öðlast skilning á því hvernig viðhorf til barneigna mótast af ríkjandi hugmyndum um foreldrahlutverkið, félagslegum aðstæðum fólks, kynjuðum veruleika og opinberri fjölskyldustefnu. Í rannsókninni nýtum við rýnihópa og einstaklingsviðtöl við konur á aldrinum 25-30 ára til þess að greina viðhorf ungra kvenna til barneigna. Greining varpar ljósi á það hvernig ungar konur upplifa foreldrahlutverkið sem kvíðavaldandi og líklegt til þess að hafa neikvæð áhrif á stöðu þeirra í samfélaginu. Þó að viðmælendur sjái brotalamir í ásýnd jafnréttisamfélagsins, þegar kemur að ábyrgð og skyldum mæðra og feðra þá setja þeir ekki sömu spurningamerki við hugmyndafræði einstaklingshyggju og ákafrar mæðrunar sem einkennir foreldrahlutverkið. Niðurstöður benda til þess að ungar konur eigi erfitt með að sjá fyrir sér hvernig þær geti uppfyllt vaxandi kröfur um „ákafa“ mæðrun í samfélagi sem einkennist af lífsgæðakapphlaupi, einstaklingshyggju og yfirvofandi loftslagssvá.

Um höfund (biographies)

  • Sunna Símonardóttir

    Aðjúnkt við Háskóla Íslands.

  • Hlédís Maren Guðmundsdóttir

    M.A. nemi við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“: Viðhorf ungra kvenna til barneigna. (2023). Íslenska þjóðfélagið, 13(1), 107-122. https://irpa.is/index.php/tf/article/view/3872

Svipaðar greinar

1-10 af 30

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.