„Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi

Höfundar

  • Andrea Hjálmsdóttir
  • Marta Einarsdóttir

Lykilorð:

samræming fjölskyldu og atvinnu, streita, jafnrétti kynjanna, verkaskipting, stytting vinnuviku

Útdráttur

Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða með eigindlegum aðferðum hvort fjölskyldufólk upplifir streitu í hinu daglega lífi við samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs og hvort munur sé á reynslu karla og kvenna hvað það varðar. Hátt í áratug hefur Ísland trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins sem mælir jafnrétti kynjanna hvað varðar efnahag, pólitíska stöðu, menntun og heilbrigði. Ljóst má vera að góður árangur hefur náðst þegar kemur að kynjajafnrétti á ákveðnum sviðum samfélagsins. Á sama tíma koma tíðari fréttir af aukinni streitu í daglegu lífi og aukinni tíðni kulnunar í starfi og streitutengdra sjúkdóma. Rannsóknir hér á landi benda til þess að þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku sé meira vinnuálag vegna barnauppeldis og heimilisstarfa á herðum kvenna en karla og óskir um styttri vinnuviku sem fram hafa komið í rannsóknum benda til þess að það sé ekki án vandkvæða að samræma fjölskyldu og atvinnu. Tekin voru rýnihópaviðtöl á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu, við hópa karla og kvenna sem voru í parasamböndum og áttu börn. Í ljós kom að bæði karlar og konur töldu samræmingu vinnu og fjölskyldu töluvert púsl. Meðfram fullri vinnu fylgir því álag og streita að standast samfélagskröfur um hreint heimili og þátttöku í tómstundum og skólastarfi barna. Skýr ósk kom fram í hópunum um styttingu vinnuvikunnar til að minnka álag og auka lífsgæði.

Um höfund (biographies)

  • Andrea Hjálmsdóttir

    Lektor við Háskólann á Akureyri.

  • Marta Einarsdóttir

    Sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

20.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

„Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli“: Streita í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. (2023). Íslenska þjóðfélagið, 10(1), 4-20. https://irpa.is/index.php/tf/article/view/3863

Svipaðar greinar

61-70 af 71

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.