Þau sem fóru: Brottflutt heimafólk og tengsl þess við Fjallabyggð
Lykilorð:
Siglufjörður, Ólafsfjörður, Ísland, ferðamál, frístundahús, unaðsjaðar, fjármálavæðingÚtdráttur
Þessi grein byggir á könnun meðal brottfluttra íbúa Fjallabyggðar og horfir á sjálfsmynd þeirra og ferðahegðun gagnvart fyrrum heimabyggð sinni. Sérstök áhersla er á þá sem eiga frístundahús eða hafa aðgang að ókeypis gistingu. Tengsl þeirra við sína fyrrum heimabyggð er sett í samhengi við aðgengi að gistingu og stoðum rennt undir þá hugmynd að aðgengi að húsi eða ókeypis gistingu viðhaldi og styrki tengsl við heimabyggð. Niðurstöður leiða í ljós að meirihluti svarenda telja sig vera Siglfirðinga eða Ólafsirðinga. Flestir þeirra fluttu burt vegna náms og vinnu. Þeir sem áttu frístundahús eða gátu fengið ókeypis gistingu höfðu sterkari tengsl við Fjallabyggð og ferðuðust þangað oftar og dvöldu lengur í senn. Gerð Héðinsfjarðarganga munu ekki lokka fleiri til að flytja aftur til Fjallabyggðar. Viðhald og styrking tengsla við heimabyggð styrkir ímynd byggðarinnar sem speglast í frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu. Þannig er rætt í lok greinar hvernig ásókn fyrrum heimafólks í byggð sína þættast við ímynd Fjallabyggðar sem áfangastaðar ferðafólks og er mögulega birtingarmynd byggðarinnar sem íslensks unaðsjaðars.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).