Staðbundin nálgun og nýsköpun í hverfum Reykjavíkurborgar

Höfundar

  • Óskar Dýrmundur Ólafsson
  • Hervör Alma Árnadóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2024.20.1.3

Lykilorð:

Borgir; hverfi; nýsköpun; þjónusta; staðbundin nálgun; inngilding.

Útdráttur

Í borgum hefur verið leitað ýmissa leiða í stjórnun þegar tekist er á við áskoranir tengdar því að veita íbúum viðeigandi þjónustu og er kallað eftir nýsköpun í því samhengi. Ein leið sem vakið hefur eftirtekt byggir á staðbundinni nálgun í opinberri þjónustu. Markmiðið hér er að fjalla um staðbundna nálgun í stjórnun og áhrif hennar á þjónustu með þann tilgang að auka farsæld íbúa. Spurt er; hvernig getur staðbundin nálgun nýst við nýsköpun opinberrar þjónustu? Til að leita svara við spurningunni er rýnt í dæmi varðandi þjónustu í hverfi Reykjavíkurborgar þar sem staðbundinni nálgun hefur verið beitt við stjórnun. Helstu niðurstöður benda til þess að staðbundin nálgun við stjórnun geti verið gagnleg til þess að hanna og veita skilvirkari þjónustu og mæta fjölbreyttum þörfum íbúa. Með því að beita nálguninni sé skapaður grundvöllur fyrir auknum tækifærum fyrir inngildingu jaðarsettra hópa og stutt við tengslamyndun milli íbúa með þeim afleiðingum að samfélagið styrkist. Staðbundin nálgun birtist meðal annars í því sem kenna má við borgaralega leiðtogafærni og gæti því verið fýsilegur kostur í stjórnun borga og bæja sem eru að takast á við fjölbreyttar þarfir íbúa í fjölmenningarsamfélögum. Þær nálganir gætu komið í stað gamalreyndra aðferða sem hafa ekki reynst nægilega vel við að leysa úr margbreytilegum áskorunum samtímans.  

Um höfund (biographies)

  • Óskar Dýrmundur Ólafsson

    MPA, framkvæmdastjóri hjá Reykjavíkurborg.

  • Hervör Alma Árnadóttir

    Dósent við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

20.06.2024

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 249

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.