Birtingarmyndir dulinna fordóma og mismunun í garð innflytjenda á Íslandi
Lykilorð:
Innflytjendur, duldir fordómar, mismununÚtdráttur
Markmið rannsóknarinnar er að kanna að hve miklu leyti fólk af erlendum uppruna upplifir dulda fordóma og mismunun á Íslandi, hvar slík upplifun á sér helst stað og hvaða áhrif hún hefur á þá sem fyrir henni verða. Skráningarblöðum var dreift til 200 einstaklinga sem höfðu fengið lýsingu á verkefninu og samþykkt þátttöku. Af þeim skiluðu sér svör 89 þátttakenda, 72 af erlendum uppruna og 17 Íslendinga. Á skráningarblaðinu voru talin upp 15 dæmi um niðurlægjandi og fordómafulla framkomu. Þátttakendur voru beðnir um að fara yfir þessi dæmi á hverjum degi í tvær vikur og merkja við ef þeir upplifðu eitthvað af þeim þann daginn, hvar upplifunin átti sér stað og hvaða orð lýsti best líðan þeirra á þeirri stundu. Niðurstöðurnar gefa til kynna marktækan mun á milli íslenskra þátttakenda og fólks af erlendum uppruna. Hátt hlutfall þátttakenda af erlendum uppruna, eða 93%, upplifði einu sinni eða oftar fordómafulla hegðun gagnvart sér á fjórtán daga tímabili. Líðan þátttakenda við sambærilegar aðstæður var sambærileg, óháð þjóðerni.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).