Hetjur nútímans: Orðræða prentmiðla um afreksíþróttafólk

Höfundar

  • Guðmundur Sæmundsson
  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Lykilorð:

Afreksíþróttafólk, orðræða, prentmiðlar, þjóðerni, afreksmennska

Útdráttur

Íþróttir eru aðaláhugamál verulegs hluta íslensku þjóðarinnar, a.m.k. ef marka má umfjöllun um þær í fjölmiðlum. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar hefur íslenskt íþróttafólk staðið sig vel á stórmótum erlendis og jafnvel unnið til verðlauna. Í greininni er fjallað um niðurstöður greiningar á umfjöllun prentmiðla sl. sextíu ár um íslenskt afreksíþróttafólk. Markmið greiningarinnar var að komast að því hvað sé sameiginlegt í þessari orðræðu, hvernig orðræða prentmiðlanna hefur þróast og hvort hún sé breytileg eftir hópum íþróttafólks. Notað var verklag sem kallast orðræðugreining. Tvennt skar sig úr í niðurstöðum greiningarinnar: Annars vegar er það þjóðernið og það þjóðernisstolt sem fylgir því að eiga fulltrúa á alþjóðavettvangi afreksíþróttanna. Hins vegar er það hetjuskapurinn og afreksmennskan sem íþróttafréttafólki er mjög tíðrætt um. Aðrar athyglisverðar niðurstöður eru að orðræðan um einstakar íþróttagreinar virðist mjög svipuð að innihaldi þótt magnið sé misjafnt. Ákveðin þróun virðist vera í orðræðunni á því sextíu ára tímabili sem hún tekur til þannig að hún verði ýktari og stóryrtari. Einnig sýnir rannsóknin fram á að valdið í íþróttaorðræðunni er samspil fjölmiðla, íþróttaheimsins og samfélagsins.

Um höfund (biographies)

  • Guðmundur Sæmundsson

    Aðjúnkt við HáskólaÍslands.

  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

    Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

13.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar