Hugmyndir um stéttleysi Íslendinga

Höfundar

  • Guðmundur Ævar Oddsson Missori-háskóla

Lykilorð:

Stéttleysi, almenn orðræða, þjóðfélagsbreytingar, stéttaskipting, menning

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að greina hvernig hugmyndir um stéttleysi Íslendinga birtast í almennri orðræðu. Gögnin sem liggja til grundvallar eru fyrst og fremst fréttir og greinar í Morgunblaðinu frá árinu 1986 til 2007. Einnig er stuðst við afleidd gögn. Ein helsta niðurstaða rannsóknarinnar er sú að hugmyndir um að Ísland sé tiltölulega stéttlaust samfélag eru útbreiddar og margþættar. Stærsti samnefnarinn er sá að Ísland sé tiltölulega stéttlaust í samanburði við flest önnur þjóðfélög. Er þá helst miðað við menningarlega stéttaskiptingu. Samt sem áður er algengt að fólk telji að meint stéttleysi Íslendinga eigi ekki við rök að styðjast, sér í lagi efnahagslegt stéttleysi. Þá telur fólk almennt að stéttaskipting hérlendis fari vaxandi samfara örum þjóðfélagsbreytingum, ekki síst vegna aukinnar markaðsvæðingar samfélagsins. Að sama skapi hefur gagnrýni á hugmyndir um stéttleysi Íslendinga aukist.

Um höfund (biography)

  • Guðmundur Ævar Oddsson, Missori-háskóla

    Prófessor við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

13.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Svipaðar greinar

1-10 af 11

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.