Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Höfundar

  • Kristín Benediktsdóttir
  • Trausti Fannar Valsson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.7

Lykilorð:

Stjórnsýsluréttur, varðveisla skjala, förgun skjala.

Útdráttur

Mikið af upplýsingum verður til hjá stjórnsýslunni eða berst henni með einum eða öðrum hætti. Reglulega koma upp álitamál um varðveislu þessara upplýsinga og eyðingu þeirra. Í greininni er fjallað um þau ákvæði laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn sem mæla fyrir um það hvaða skjöl stjórnvöldum ber að varðveita í því skyni að skila þeim á síðari stigum til opinberra skjalasafna og hver hafi eftirlit og yfirstjórn með þeirri framkvæmd. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi að öll skjöl sem hafa orðið til og tilheyra starfsemi afhendingarskyldra aðila falla undir gildissvið laganna óháð formi þeirra eða hvernig þau urðu til, nema sérlög leiði til annarrar niðurstöðu. Í öðru lagi að skjölin ber að varðveita nema fyrirmæli og heimildir Þjóðskjalasafns Íslands, hvað varðar skjalavörslu eða grisjun skjala, eða sérlög, leiði til annarrar niðurstöðu. Í þriðja lagi að það er Þjóðskjalasafn Íslands sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna. Vegna þess hversu víðfeðm skilgreiningin er á hugtakinu skjal í lögum um opinber skjalasöfn þá hafa framangreindar niðurstöður mikla þýðingu fyrir störf stjórnsýslunnar.

Um höfund (biographies)

  • Kristín Benediktsdóttir
    Dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.
  • Trausti Fannar Valsson
    Dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

12.04.2025

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 172

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.