Hagsveiflur og vinnuslys á Íslandi 1986-2011

Höfundar

  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir
  • Ásgeir Tryggvason

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.11

Lykilorð:

Vinnuslys, hagsveiflur, starfsgreinar, hagvísar, hlutfallsleg áhætta.

Útdráttur

Í þessari grein er sambandið á milli hagsveiflna og vinnuslysa á Íslandi rannsakað í fyrsta skipti. Tengslin eru mæld fyrir vinnumarkaðinn í heild, fyrir einstakar starfsgreinar, eftir kyni og eftir alvarleika slyss. Flestar erlendar rannsóknir benda til þess að vinnuslys séu algengari í góðærum en þegar verr árar. Meðal mögulegra skýringa á jákvæðu sambandi eru að í þenslu eru fleiri starfandi, vinnuhraðinn meiri og vinnuslys frekar tilkynnt. Þessum hugsanlegu orsökum sambandsins er sérstakur gaumur gefinn í þessari rannsókn. Tímaraðagögn um vinnuslys voru fengin frá Vinnueftirlitinu. Gögn til að meta hagsveiflur voru fengin frá Hagstofunni og Vinnumálastofnun. Tímaraðirnar voru ósístæðar og var tekinn fyrsti mismunur af þeim og sambandið í kjölfarið skoðað með línulegri aðhvarfsgreiningu. Háða breytan var fjöldi vinnuslysa og óháðu breyturnar voru hagvísarnir. Jafnframt voru gögn úr Slysaskrá Íslands og frá Hagstofunni notuð til að reikna hlutfallslega hættu á vinnuslysi. Jákvætt samband fannst á milli hagsveiflna og heildarfjölda vinnuslysa. Sambandið var sterkast í byggingariðnaði, í verslunarstarfsemi og meðal karla. Útreikningar á hlutfallslegri áhættu bentu til þess að vinnandi fólk hafi verið í umtalsvert meiri hættu á slysi árið 2007 þegar þenslan var sem mest heldur en árin 2004 til 2006 og 2008 til 2011. Samanburður á milli einstakra greininga rannsóknarinnar sýndi að ekki er hægt að skýra aukna áhættu nema að litlu leyti með auknu vinnuframboði. Aukin hætta á vinnustöðum að teknu tilliti til fjölda vinnandi virðist frekar skýra aukna áhættu þegar vel árar.

Um höfund (biographies)

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

Dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Ásgeir Tryggvason

M.Sc. í hagfræði.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2014

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

Svipaðar greinar

1 2 3 4 5 > >> 

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.