Skipan talsmanns fyrir börn – grundvöllur ákvörðunar og framkvæmd

Höfundar

  • Hrefna Friðriksdóttir
  • Hafdís Gísladóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2015.11.2.10

Lykilorð:

Barn, þátttaka, barnaverndarnefnd, talsmaður.

Útdráttur

Á undanförnum árum hefur alþjóðasamfélagið í auknum mæli beint sjónum að réttindum barna innan mismunandi tegunda réttarkerfa. Við túlkun alþjóðasamninga, svo sem samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 (SRB), hefur verið lögð vaxandi áhersla á að styrkja stöðu barna og smá saman hefur mótast hugtakið barnvænlegt réttarkerfi um hvern þann dómstól eða stjórnvald sem lagað hefur málsmeðferð sína að högum og þörfum barna. Lykilatriði hér er að tryggja rétt barns til þátttöku í málsmeðferð en þátttaka er jafnframt grundvöllur lýðræðisvitundar og þegnréttinda barns. Í ljósi sérstöðu barnaverndarmála er brýnt að huga að því hvort og með hvaða hætti barn fái nauðsynlega aðstoð við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif á málsmeðferð. Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem gerð var á ákvörðunum um skipan talsmanns hjá nokkrum barnaverndarnefndum. Þessar ákvarðanir byggja á tilteknum ákvæðum barnaverndarlaga sem þykja endurspegla þá þróun sem orðið hefur í túlkun ákvæða SRB. Á hinn bóginn veita niðurstöður rannsóknarinnar sterkar vísbendingar um að framkvæmdin hafi ekki fylgt sömu þróun. Þannig skorti talsvert á formfestu, reglubundið mat, sjónarmið og rökstuðning að baki ákvörðunum barnaverndarnefnda um skipan talsmanns.

Um höfund (biographies)

  • Hrefna Friðriksdóttir
    Prófessor við Háskóla Íslands.
  • Hafdís Gísladóttir
    Lögfræðingur hjá Félagi heyrnarlausra.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2015

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 53

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.