Reglugerðarumhverfi frumkvöðla á Íslandi: Greining á stöðu og tækifærum til úrbóta

Höfundar

  • Gunnar Óskarsson
  • Hermann Þór Þráinsson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.2.3

Lykilorð:

Frumkvöðlastarfsemi, íslenskur efnahagur, reglugerðarumhvefi, lagaumhverfi.

Útdráttur

Þar sem helstu atvinnugreinar Íslands eru bundnar stækkunartakmörkunum gegna aðrar atvinnugreinar auknu mikilvægi í íslenskum efnahag. Í þessu samhengi sinna frumkvöðlafyrirtæki þýðingarmiklu hlutverki, en til að þau geti dafnað og staðist samkeppni á erlendum mörkuðum þarf sá reglugerðargrunnur sem fyrirtækin eru stofnuð á að vera nútímalegur, hagkvæmur og skilvirkur. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á reglugerðarumhverfi frumkvöðla og greina hvort og þá hvar helstu tækifæri til úrbóta gætu legið. Rannsóknin byggir annars vegar á djúpviðtölum við sex frumkvöðla sem hafa stofnað og rekið nokkur þekkt frumkvöðlafyrirtæki og náð árangri á alþjóðlegum mörkuðum, eða fyrirtæki sem eru skemmra á veg komin og eru að fóta sig í umhverfi íslenskra frumkvöðlafyrirtækja. Hins vegar byggir rannsóknin á samanburði reglugerðarumhverfis á Íslandi við önnur lönd þar sem slíkt umhverfi hefur verið skoðað í alþjóðlegum greiningum. Niðurstöðurnar sýna að reglugerðarumhverfi íslenskra frumkvöðla er að mörgu leyti hagkvæmara en í samanburðarlöndunum, en þó eru enn tækifæri til úrbóta.

Um höfund (biographies)

  • Gunnar Óskarsson
    Lektor við Háskóla Íslands.
  • Hermann Þór Þráinsson
    MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2017

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar