Lífsstíll verður ferðavara; þróun fyrirtækja í hestamennsku á Íslandi

Höfundar

  • Ingibjörg Sigurðardóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2016.13.2.1

Lykilorð:

Áhugamál, lífsstíll, hestamennska, hestaferðaþjónusta, dreifbýli, kynslóðaskipti.

Útdráttur

Í þessari grein er skoðað hvað einkenni þróun fyrirtækja í hestamennsku (e. horse industry) á Íslandi og hverjar séu helstu ástæður þess að hestamennska sem áhugamál eða lífsstíll er þróuð yfir í fyrirtæki. Auk þess er rýnt í það hver sé þáttur ferðaþjónustu í þróun hestamennsku sem atvinnugreinar á Íslandi. Skoðað er hvernig hestamennska og ferðamennska mætast í fjölþættri og ört vaxandi atvinnustarfsemi, ekki síst í dreifbýli. Talsverðar rannsóknir eru til um einkenni og þróun lífsstílsfyrirtækja m.a. í ferðaþjónustu en lítið er um rannsóknir meðal slíkra fyrirtækja í hestamennsku. Rannsóknin var eigindleg og framkvæmd í gegnum hálfopin viðtöl við 16 rekstraraðila í hestamennsku. Vísbendingar komu fram um að fyrirtæki í hestamennsku gangi fremur milli kynslóða en ferðaþjónustufyrirtæki almennt, sem kemur nokkuð á óvart og vekur athygli á mögulegri sérstöðu hestamennsku og hestatengdrar ferðaþjónustu samanborið við önnur form ferðaþjónustu. Tengsl hestamennsku og ferðaþjónustu eru fjölþætt og spanna allt frá því að fyrirtæki í hestamennsku hafi tekjur sínar eingöngu af ferðaþjónustu yfir í að fyrirtækin hafi engin bein tengsl við ferðaþjónustu. Leitt er líkum að því að í þeim fyrirtækjum þar sem ferðaþjónusta hefur ekki bein áhrif innan fyrirtækjanna sjálfra hafi ferðalög tengd þeim töluverð óbein efnahagsleg áhrif innan ferðaþjónustunnar.

Um höfund (biography)

  • Ingibjörg Sigurðardóttir
    Háskólinn á Hólum

Niðurhal

Útgefið

15.12.2016

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar