Áhrif samkeppni á væntingar, skynjun og tryggð við þjónustutilboð

Höfundar

  • Þórhallur Örn Guðlaugsson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2006.4.1.2

Lykilorð:

Væntingar, skynjun, tryggð, þjónusta.

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar greinar er að skoða áhrif samkeppni á væntingar, skynjun og tryggð við þjónustutilboð. Stuðst er við gögn úr könnunum meðal nemenda á öðru ári við Háskóla Íslands en þar eru það fyrst og fremst þrjár deildir sem búa við mikla samkeppni, lagadeild, viðskipta? og hagfræðideild og verkfræðideild. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að nemendur í samkeppnisdeildunum þremur virðast í grundvallaratriðum hafa svipaðar væntingar til þjónustu og nemendur annarra deilda. Umburðarlyndi þeirra virðist hins vegar vera minna, sem bendir til þess að aukin samkeppni hafi þau áhrif að kröfur aukast. Niðurstöður benda enn fremur til þess að nemendur samkeppnisdeildanna sýni sinni deildi minni tryggð en nemendur annarra deilda og bendir allt til þess að skólinn sé að færast af seljandamarkaði yfir á kaupendamarkað hvað þær deildir varðar.

Um höfund (biography)

  • Þórhallur Örn Guðlaugsson
    Háskóli Íslands

Niðurhal

Útgefið

15.06.2006

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar