Kyngervi kennara í augum foreldra: Mótsagnakenndar kröfur

Höfundar

  • Maríanna Jónsdóttir
  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2018.6

Lykilorð:

Kyn kennara, grunnskólakennarar, viðhorf foreldra, staðalmyndir, hlutverk kennara

Útdráttur

Í greininni er fjallað um viðhorf foreldra til kyngervis grunnskólakennara. Rannsóknin fólst í viðtölum við tíu foreldra, fjóra karla og sex konur, sem áttu bæði dreng og stúlku í grunnskóla, og var að minnsta kosti eitt barnanna á yngsta stigi og ann að á miðstigi grunnskólans þegar viðtölin voru tekin. Viðmælendur voru spurðir um afstöðu sína til kyns og kyngervis kennara, karlmennsku, kvenleika, virðingar, aga og umhyggju – allt í því augnamiði að fá vitneskju um hvort og á hvaða hátt þessi viðhorf væru kynjuð. Viðtölin voru greind í tveimur meginþrepum. Á fyrra þrepi voru greind nokkur þemu, svo sem karlmennska og kvenleiki; kennarar sem fyrirmyndir og virðing, agi og umhyggja. Við ítarlegri skoðun var bersýnilegt að viðhorf foreldranna voru lituð af einstaklingshyggju og eðlishyggju. Jafnframt komu í ljós ekki einungis ólíkar skoðanir meðal viðmælenda heldur mótsagnir í viðhorfum. Áhersla viðmælenda á einstaklingsmun er mjög líklega til marks um frekar almennan, ef ekki lítinn, skilning á þýðingu kynjajafnréttismála fyrir skólastarfið. Höfundar vilja árétta það að ef sérstakur vilji er fyrir hendi til að fjölga körlum í grunnskólakennslu, umfram það að mennta þarf fjölda bæði karla og kvenna til starfsins, verður að forðast að gera það á forsendum sem byggjast á staðalmyndum og hefðbundnum kynhlut verkum. Í kennaramenntuninni þarf að undirbúa kennaranema af öllum kynjum undir allar hliðar starfsins. Þar á meðal að þeir geti sem nýbrautskráðir kennarar vænst þess að stundum verði gerðar til þeirra ólíkar kröfur eftir kyni af aðilum innan og utan skólans.

Um höfund (biographies)

  • Maríanna Jónsdóttir
    Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir er umsjónarkennari við Víðistaðaskóla. Hún lauk BA-prófi í listfræði frá Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 2015 og meistaraprófi í kennslufræði grunnskóla frá Kennaradeild Háskóla Íslands 2018. Rannsóknaráhugi hennar snýr einkum að kynjajafnrétti í skólastarfi. Þessi grein var skrifuð sem hluti af meistaraprófsverkefni Maríönnu.
  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
    Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði 1979, prófi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 1980, cand.mag.-prófi í sagnfræði 1983 frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Wisconsinháskóla, Madison, 1991. Rannsóknir Ingólfs eru einkum á sviði námskrár, menntastefnu og kynjajafnréttis í skólastarfi.

Niðurhal

Útgefið

2018-09-14

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)