Gunnar Helgi Kristinsson: Íslenska stjórnkerfið

Authors

  • Stefanía Óskarsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2006.2.2.5

Abstract

Í sumar kom út fræðsluritið Íslenska stjórnkerfið eftir Gunnar Helga Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eins og segir í formála er því ætlað að vera kennslubók í inngangsnámskeiði á háskólastigi um íslenska stjórnkerfið. Fram til þessa hafa nemendur stuðst við erlendar kennslubækur sem fjalla um meginþætti stjórnkerfa og fjöldann allan af greinum og bókum um innlend stjórnmál sem hafa í gegnum árin ratað á leslista námskeiðsins eins og það er kennt við stjórnmálaskor Háskóla Íslands. Með tímanum hefur listinn lengst eftir því sem þekkingu á íslenska stjórnkerfinu hefur farið fram og birtingum á þessu sviði fjölgað. Íslenska stjórnkerfið leysir þetta efni á margan hátt af hólmi. Með tilkomu þess skerpist fókus námskeiðsins, efnið er gert aðgengilegra og myndar brú yfir í aðrar heimildir.

Published

2006-12-15

How to Cite

Óskarsdóttir, S. (2006). Gunnar Helgi Kristinsson: Íslenska stjórnkerfið . Icelandic Review of Politics & Administration, 2(2). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2006.2.2.5

Issue

Section

Book Reviews

Most read articles by the same author(s)