Ráðningar í opinber störf
##doi.readerDisplayName##:
Útdráttur
Í greininni er fjallað um þær reglur sem gilda um ráðningar í opinber störf. Í henni er ráðningarferlinu lýst í heild sinni. Allt ferlið tekur mið af þeirri kröfu að ráða ber hæfasta umsækjandann um starfið á grundvelli faglegra sjónarmiða. Ferlinu er skipt upp í þrjá þætti. Í fyrsta lagi auglýsingu og annan undirbúning að ráðningu í opinbert starf. Í öðru lagi meðferð málsins eftir að umsóknir berast. Í þriðja lagi ákvörðunartöku og meðferð málsins í kjölfarið. Þá er fjallað um mat stjórnvalda á umsækjendum og ályktanir þeirra af gögnum málsins. Að lokum er fjallað um hlutverk og úrræði eftirlitsaðila í ráðningarmálum.Niðurhal
Útgefið
15.12.2014
Tölublað
Kafli
Erindi og greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.