Rökræða, þátttaka og þekking
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2020.16.1.1Lykilorð:
Rökræðulýðræði, þekkingarmiðað lýðræði, opinber stjórnsýsla, góðir stjórnarhættir.Útdráttur
Í þessari grein er gerð grein fyrir lýðræðishugmyndum þeirra Vilhjálms Árnasonar, Gunnars Helga Kristinssonar og Jóns Ólafssonar, þær bornar saman innbyrðis og við lýðræðishugmyndir sem leggja höfuðáherslu á kosningar. Rökræðulýðræði leggur áherslu á samkomulag byggt á skynsemi, stjórnsýsluumbætur leggja áherslu á góða stjórnarhætti og faglega stefnumótun, og þekkingarmiðað lýðræði á að nýta visku fjöldans til að móta rétta eða betri stefnu. Í greininni er sérstök áhersla lögð á að greina og gagnrýna þau lýðræðislíkön sem Vilhjálmur Árnason notar til að greina íslensk stjórnmál, og á að setja hugmyndir hans um rökræðulýðræði í samhengi við umræðu fræðimanna um rökræðulýðræði. Rökræðulýðræði Vilhjálms er gagnrýnt fyrir að vera þröngt eða stofnanabundið í nálgun sinni. Vilhjálmur og Jón þurfa að skýra betur tengsl rökræðulýðræðis og þekkingarmiðaðs lýðræðis við kosningar, en þeir Vilhjálmur, Gunnar Helgi og Jón eru allir gagnrýndir fyrir að ofmeta lýðræði sem vettvang fyrir skynsemi og þekkingu, en vanmeta lýðræði sem vettvang umdeildra skoðana.Niðurhal
Útgefið
30.06.2020
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.