Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.2.3Lykilorð:
Háskólar, lýðræði, lýðræðislegt hlutverk háskóla, orðræðugreining.Útdráttur
Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á orðræðu um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla með greiningu á ráðandi stefnumótunarskjölum um háskóla. Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru hvort og hvernig orðræða í opinberum stefnuskjölum um háskóla endurspeglar a) lýðræðislegt hlutverk háskóla og b) hvernig háskólum er ætlað að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi. Valin voru til greiningar lykilskjöl þar sem lagaumgjörð og stefna íslenskra háskóla birtist. Skipta má úrtakinu í þrennt, þar sem skjölin draga fram stefnu háskóla á þremur ólíkum stigum; frá heildarstefnu hins opinbera, til þeirra hugmynda og áhersluatriða sem háskólarnir velja að draga fram í stefnum sínum, og til ætlaðrar framkvæmdar eins og hún er sett fram í ársskýrslum skólanna. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk háskóla í opinberum stefnuskjölum séu óljósar og ómótaðar. Stefnur og ársskýrslur háskólanna endurspegla þó ákveðna lýðræðisáherslu, en þrástefið um gæði og samkeppnishæfni skyggir á þá áherslu.Niðurhal
Útgefið
17.12.2019
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.