Stjórnkerfismiðjur: Samhent stjórnsýsla í framkvæmd á Íslandi
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.2.1Lykilorð:
Stjórnkerfismiðja, forsætisráðuneyti, stefnumótun, samhæfing, eftirfylgni.Útdráttur
Stjórnkerfismiðjur eru jafnan einingar innan forsætisráðuneyta sem hafa það hlutverk að veita forsætisráðherra stuðning við að ná fram pólitískri og tæknilegri samhæfingu á aðgerðum stjórnvalda, við stefnumótun og við eftirfylgni mála. Jafnframt að upplýsa um ákvarðanir og frammistöðu stjórnvalda. Rannsóknir á stjórnkerfismiðjum gefa til kynna að ríki setji slíkar einingar á fót. Annars vegar til að mæta nútíma áskorunum innan stjórnkerfisins á tímum alþjóðavæðingar. Hins vegar til að draga úr óhóflegri valddreifingu sem varð að veruleika með innleiðingu nýskipunar í ríkisrekstri í mörgum ríkjum. Í fyrsta hluta greinarinnar er fjallað um hlutverk, verkefni og skipulag stjórnkerfismiðja. Í öðrum hluta er greint frá starfsemi stjórnkerfismiðja á Norðurlöndunum og þær bornar saman við sambærilega einingu á Íslandi. Gerð er tilraun til að greina þróun stjórnkerfismiðja, frá nýskipan að samhentri stjórnsýslu. Auk þess er fjallað um þær kenningar sem settar hafa verið fram af fræðimönnum til að skýra mismunandi leiðir ríkja til að styrkja stjórnkerfismiðjur. Að lokum er fjallað um þróun stjórnkerfismiðju á Íslandi með hliðsjón af þeim kenningum sem settar hafa verið fram, s.s. um fjölgun ráðgjafa, skipulagða samhæfingu og markvisst eftirlit. Í síðasta kaflanum er jafnframt stuðst við nýlega könnun frá árinu 2018 sem gerð var sérstaklega fyrir þessa rannsókn. Könnunin er endurtekning á sambærilegri könnun OECD frá árinu 2003.Niðurhal
Útgefið
17.12.2019
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.