Vilji, völd og veruleiki í opinberri stefnumótun á Íslandi. Af óförum Íbúðalánasjóðs 2003-2005
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.5Lykilorð:
Stjórnmál, opinber stjórnsýsla, opinber stefnumótun, markaðir, kerfisbreytingar.Útdráttur
Þessi rannsókn beinist að samspili stjórnmála, stjórnsýslu og markaðar á Íslandi. Markmið hennar er að varpa fræðilegu ljósi á það hvernig stjórnmál og stjórnsýsla virka þegar stjórnvöld taka ákvarðanir og framfylgja þeim í umhverfi þar sem ákvarðanir og áhrif þeirra eru á mörkum valdsviðs hins opinbera og markaðarins. Ákvörðun um hækkun í 90% lánshlutfall Íbúðalánasjóðs er tilvikathugun sem skoðuð er í ljósi dagskrárkenninga í opinberri stefnumótun. Rannsóknin byggir á gögnum úr Rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir og fall íslensku bankanna og Íbúðalánasjóð, og á upplýsingum úr viðtölum höfundar innanlands og utan. Rannsóknin sýnir að þegar ákvörðunin var tekin var blásið til samkeppni við og milli einkavæddra banka. Tilraunir sjálfstæðismanna í ríkisstjórn til að hafa áhrif á niðurstöðuna með því að hnika til ákvörðun framsóknarmanna fólu í sér kerfisbreytingu studdar stjórntæki til að verja sjóðinn áhlaupi. Áhrif stjórntækisins, þ.e. uppgreiðslugjalds, samrýmdist ekki flokkspólitískum hagsmunum framsóknarmanna. Í kapphlaupi um að koma kosningaloforði sínu að komu framsóknarmenn sér hjá því að taka mið af gjörbreyttum fjármálamarkaði sem sjóðurinn var orðinn hluti af. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir sem horfa til lengri tíma í pólitík marki opinbera stefnu með breytingum á gangverki kerfa og láti stefnuna gerast sjálfkrafa. Þeir sem horfa til skemmri tíma breyti einstaka verkefnum. Aftur á móti raska kerfislægar breytingar dreifingu valds og áhrifa og setja frekari tilraunum stjórnvalda til breytinga á kerfinu skorður, nema því aðeins að saman fari eindregin pólitískur vilji og samstaða stjórnvalda samfleytt yfir nægilega langan tíma til að vilji stjórnvalda gangi eftir.Niðurhal
Útgefið
15.12.2014
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.