Staðgöngumæður: Frjálsar og fórnfúsar konur

Höfundar

  • Jónína Einarsdóttir
  • Helga Finnsdóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.2

Lykilorð:

Staðgöngumæðrun, lagasetning, val, velgjörð, meðganga.

Útdráttur

Markmið þessarar greinar er að lýsa niðurstöðum rannsókna á staðgöngumæðrum og hugmyndum íslenskra fjölmiðla og áhugafólks um staðgöngumæðrun um konur sem taka að sér að ganga með barn fyrir aðra. Gagnaöflun fór fram með þátttökunálgun á opnum málstofum og fundum um staðgöngumæðrun, viðtölum við einstaklinga sem hafa látið sig málið varða og greiningu á opinberri umræðu. Viðmælendur og þátttakendur á málstofum skiptu sér flestir í fylkingar með eða á móti tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun á Alþingi. Stuðningsmenn telja allflestir að konur séu sjálfar best til þess hæfar að taka ákvörðun um að gerast staðgöngumæður, en þó eingöngu í velgjörðarskyni. Þeir lofa hinar fórnfúsu konur sem gefa barnlausum einstaklingum hina einu sönnu gjöf, barn. Stuðningsmenn vitna gjarnan til rannsókna sem sýna að staðgöngumæðrun sé að mestu vel heppnuð á Vesturlöndum og telja að lögleiðing hennar geti komið í veg fyrir arðrán staðgöngumæðra í lágtekjulöndum. Andstæðingar telja engan hafa rétt á að nýta sér líkama annarra, hvorki með greiðslum né félagslegum þrýstingi. Mögulega geri lögleiðing staðgöngumæðrunar hana sjálfsagða í hugum fólks og skapi þrýsting á konur um að ganga með barn fyrir aðra. Þá taka sumir ekki afstöðu til málsins og telja að þörf sé á meiri umræðu og auknum rannsóknum. Fræðimenn kvarta gjarnan undan skorti á langtímarannsóknum á velferð og heilsu staðgöngumæðra og rannsóknum af upplifun þeirra og aðstæðum, og að rannsóknir sem til séu byggi flestallar á litlu úrtaki. Eins eru vísbendingar um aukna ásókn í þjónustu indverskra staðgöngumæðra frá löndum sem hafa lögleitt staðgöngumæðrun.

Um höfund (biographies)

  • Jónína Einarsdóttir
    Prófessor í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
  • Helga Finnsdóttir
    MA mannfræði, sérfræðingur í mannauðs- og launamálum hjá Samgöngustofu.

Niðurhal

Útgefið

18.12.2013

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 170

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.