Staða og þróun rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi skv. alþjóðlegum mælingum
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.6Lykilorð:
Rafræn stjórnsýsla, samþætting, félagsmiðlar.Útdráttur
Fjallað er um stöðu rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi á grundvelli alþjóðlegra samanburðarmælinga. Sérstaklega er skoðaður samanburður við önnur Norðurlönd. Greint er frá ólíkum aðferðum við stöðumat á rafrænni stjórnsýslu ríkja. Hugsanlegar skýringar á stöðu Íslands eru reifaðar. Niðurstöður mælinga sýna að Ísland er framarlega er lýtur að forsendum notkunar rafrænnar stjórnsýslu sem endurspeglast m.a. í almennri netnotkun, háu menntunarstigi og nauðsynlegum fjarskiptainnviðum. Skv. alþjóðlegum mælingum er framboði ríkisins á rafrænni stjórnsýslu hins vegar ábótavant og því virðist ekki hafa tekist að nýta sér framangreindar forsendur til þess að bæta þjónustu sína. Fram kemur að samþættingu upplýsinga og þjónustu er ábótavant og ekki hefur tekist að auka þátttöku borgaranna í opinberri ákvarðanatöku svo sem með notkun félagsmiðla. Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur þessi staða ýtt undir tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.Niðurhal
Útgefið
12.04.2025
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Copyright (c) 2025 Haukur Arnþórsson, Ómar H. Kristmundsson

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.