Hvað voru kjósendur að hugsa? Forsetakosningar á Íslandi 2012
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.2Lykilorð:
Forsetakosningar, Ísland, persónuþættir, áhrif stjórnmálaflokka, taktísk kosning.Útdráttur
Forsetakosningar á Íslandi hafa ekki mikið verið rannsakaðar af félagsvísindafólki og lítið er þess vegna vitað um hvaða þættir hafa áhrif á úrslit þeirra. Forsetakosningarnar 30. júní 2012 voru óvenjulegar annars vegar vegna þess að sitjandi forseti hlaut alvarlegri mótframboð og lægra hlutfall atkvæða en áður eru dæmi um í forsetakosningum á Íslandi og hins vegar vegna þess að meiri deilur urðu um eðli embættisins sjálfs. Í þessari grein er fjallað um það hvaða þættir höfðu áhrif á úrslitin, á grundvelli könnunar sem gerð var á netinu og annarra gagna. Niðurstöðurnar benda til þess að kjósendur hafi almennt lagt meira upp úr persónulegum þáttum eins og hæfni, ímynd og heiðarleika en málefnum eða stjórnmálaskoðunum frambjóðenda þegar þeir útskýrðu val sitt þótt fram komi að kjósendur meginframbjóðendanna tveggja hafi mjög ólíka sýn á forsetaembættið. Líklegt virðist þó að afstaða kjósenda til ríkisstjórnarinnar hafi verið sterkasti áhrifavaldurinn á niðurstöður kosninganna. Fylgislitlir frambjóðendur virðast í nokkrum mæli hafa skaðast af taktískri kosningu, en ekkert bendir til að það hafi haft veruleg áhrif á úrslit kosninganna.Niðurhal
Útgefið
12.04.2025
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Copyright (c) 2025 Gunnar Helgi Kristinsson, Indriði H. Indriðason, Viktor Orri Valgarðsson

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.