Kynjaskekkja í stjórnmálum. Breytingar og áhrifaþættir

Höfundar

  • Þorgerður Einarsdóttir
  • Guðbjörg Lilja Hjartardóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2009.5.1.1

Útdráttur

Í greininni er fjallað um kynjaskekkju í stjórnmálum með sérstakri áherslu á hlutfall kvenna og karla á þjóðþingum. Kynntar eru helstu skýringar fræðimanna á ástæðum fyrir lágu hlutfalli kvenna sem kjörinna fulltrúa. Umfjöllunin sýnir að staða kvenna í stjórnmálakerfinu tengist margvíslegum þáttum en þrír meginflokkar ástæðna eru taldir mikilvægastir; félagslegar og efnahagslegar ástæður, ástæður í sjálfu pólitíska kerfinu og menningarlegar ástæður. Þessir þættir eiga í flóknu innbyrðis samspili og tengsl milli þátta eru sjaldan einhlít. Í greininni er fjallað um nokkrar helstu fjölþjóðlegu kannanirnar á þessu sviði og Ísland skoðað með hliðsjón af þeim. Ljósi er varpað á þá þætti sem hafa áhrif til breytinga, hverjir eru líklegir til að eiga sérstaklega við um Ísland og hvernig má skilja sérstöðu Íslands í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Í greininni eru færð rök fyrir því að sterk staða hægri sjónarmiða og einstaklingshyggju eigi þátt í því að þróunin hérlendis hefur verið hægari en í ríkjum hinna Norðurlandanna. Þessi sjónarmið tengjast bæði pólitíska kerfinu og pólitískri hugmyndafræði sem og menningarlegum þáttum á borð við hugmyndir um samfélagsleg hlutverk kynjanna. Fjölgun kvenna á þingi vorið 2009 eftir kerfishrun og ákall um uppgjör við tímabil róttækrar frjálshyggju renna stoðum undir þetta. Þá eru í greininni færð rök fyrir því að kvennahreyfingin á Íslandi hafi haft mikil áhrif á hlut kvenna í stjórnmálum, en kvennahreyfingin hefur tengst stjórnmálunum sterkum böndum og haft áhrif á aðra flokka.

Um höfund (biographies)

  • Þorgerður Einarsdóttir
    Dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
  • Guðbjörg Lilja Hjartardóttir
    Stjórnmálafræðingur og doktorsnemi í kynjafræði við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.06.2009

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)