Hugleiðingar um peningamálastefnu
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.2.6Lykilorð:
Peningamálastefna, fjármálastöðugleiki, vaxtamunarviðskipti, evruhagkerfi.Útdráttur
Í ritgerð þessari er umgerð stjórnar peningamála árin 2001-2008 lýst, farið yfir þá veikleika sem komu í ljós á þessum árum og lagðar til breytingar sem ætlað er að koma í veg fyrir að stjórnvöld missi stjórn á efnahagslífinu aftur. Lagt er til að bæði stjórntækjum og markmiðum Seðlabankans verði fjölgað. Þannig muni hann leitast við að hemja aukningu útlána bankakerfisins og skuldsetningu einkaaðila í framtíðinni auk þess sem hann reyni að ná verðbólgumarkmiði sínu. Gerðar verði breytingar á húsnæðislánakerfinu þannig að vextir á húsnæðislánum verði háðir vöxtum Seðlabankans og útlán í erlendri mynt til aðila sem hafa tekjur í krónum verði bönnuð. Jafnframt hækki yfirvöld peningamála lágmark eiginfjarhlutfalls viðskiptabanka ef þeir eru orðnir svo stórir að fjármálastöðugleika er ógnað eða hafa stækkað of ört; unnt sé að skattleggja stutt lán viðskiptabanka og einnig leggja skatt á lántökur einstaklinga og fyrirtækja og/eða umbuna þeim sem greiða niður skuldir sínar; lækka hámarkshlutföll lána af kaupverði fasteigna í uppsveiflu og Seðlabankinn grípi inn í gjaldeyrismarkaði til þess að jafna gengissveiflur. Jafnframt er lagt til að viðskiptabönkum verði bannað að reka fjárfestingastarfsemi.Niðurhal
Útgefið
15.12.2010
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar (sérhefti)
Leyfi

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.